41446576_10157161349340769_2941368757362098176_n.jpg

Ólafur Örn Ólafsson

Vínþjónn og kokkur, annar tveggja til að opna DILL restaurant í Norræna húsinu og koma því á koppinn. Upp á síðkastið hefur hann starfað við sjónvarpsþáttagerð fyrir Skot productions og Sjónvarp símans með þættina Kokkaflakk og Það er kominn matur. Ólafur er enginn nýgræðingur í vínskólum en hann bjó til Vínskóla Ölgerðarinnar fyrir nokkrum árum.

Ragnar Eiríksson.jpg

Ragnar Eiríksson

Kokkur og vínþjónn sem var fyrstur íslendinga til að vera verðlaunaður með Michelin stjörnu. Hann bjó lengi í danmörku og vann á stöðum eins og The Paul, Henne Kirkeby kro og NOMA. Ragnar hefur verið í fararbroddi í því að koma náttúruvínum á koppinn hér á landi og hefur marga fjöruna sopið.